Borgir og Korpúlfar

Borgir, þar sem gleðin býr, sögur gerast og ævintýr.

Spönginni 43, 112 Reykjavík. Sími : 411-1439

Opnunartími: virka daga 08:00 til 16:00

Hádegisverður: virka daga 11:30 til 12:30

Kaffiveitingar: virka daga 14:30 til 15:30

Í Borgum er samfélag fyrir alla gott og gaman að vera til.

Tökum fagnandi á móti hverjum nýjum félagsmanni Korpúlfa, skráning í fer fram í Borgum, í síma: 411-1439 og hér á vefnum, inngöngubeiðni/breyting á skráningu.

• Kaffi á könnunni alla virka daga frá kl. 09:00

• Áhersla er lögð á sjálfsprottið félagstarf þar sem allir geta haft áhrif og tekið þátt í að móta starfið. Allar ábendingar og hugmyndir vel þegnar, hugmyndakassi í Borgum og þannig verða draumar að veruleika.

• Virðum fjölbreytileika og náum þannig til flestra óháð ástandi og getu.

• Allir velkomnir að halda listasýningar í listasmiðju í Borgum.

• Guðþjónustur í Borgum alla sunnudaga kl. 13:00 yfir veturinn.

Heilsuefling er stór þáttur í starfi Korpúlfa sem við hvetjum alla til að kynna sér vel. Finna þá hreyfingu sem hentar best og njóta í góðum félagsskap.

Enginn félagsgjöld eru í Korpúlfum en félagið er með styrktarreikning 0324-13-706060, kt. 601101-2460 og það er ómetanlegt að finna þann velvilja og stuðning sem Korpúlfar njóta, þakka af alhug, en öll frjáls framlög renna óskipt til félagsstarfsins. Sjálfboðaliðastarf Korpúlfa verður aldrei fullþakkað sem er stór þáttur i dýrmætum félagsanda sem vex með hverju árinu. Við fögnuðum 1000 félagsmanni í desember 2021.